Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. febrúar 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
ÍA lánar Hlyn og Mikael til Víkings Ó. (Staðfest)
Hlynur Sævar í baráttunni með Skagamönnum á síðasta tímabili
Hlynur Sævar í baráttunni með Skagamönnum á síðasta tímabili
Mynd: Einar Ásgeirsson
Hlynur Sævar Jónsson og Mikael Hrafn Helgason eru báðir gengnir til liðs við Víking Ó. á láni frá ÍA.

Hlynur er fæddur árið 1999 en hann spilaði 16 leiki og skoraði 2 mörk fyrir Skagamenn í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. Hann skoraði þá eitt mark í tveimur leikjum í Borgunarbikarnum.

Mikael Hrafn er fæddur árið 2001 og á enn eftir að spila fyrir ÍA í deild- og bikar.

Hann spilaði með Kára í 3. deildinni á síðasta tímabili en hann spilaði 19 leiki í deildinni. Þar áður spilaði hann fyrir Skallagrím í 3. og 4. deildinni.

Víkingur Ó. hafnaði í 9. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner