Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. febrúar 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Newcastle og Tottenham á eftir Alberti - Mbappe með samningstilboð á borðinu
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Albert Guðmundsson, Kylian Mbappe, Frenkie de Jong, Karou Mitoma og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.


PSG hefur boðið Kylian Mbappe nýjan tveggja ára samning sem gefur honum 136 milljónir punda í von um að sannfæra hann um að fara ekki til Real Madrid. (AS)

Arsenal sendi njósnara á Molineux í gær til að fylgjast með Pedro Neto leikmanni Wolves og Ivan Toney leikmanni Brentford. (HITC)

Iliman Ndiaye, 23, framherji Marseille er ofarlega á óskalista Crystal Palace en félagið vill fá hann næsta sumar. (Sun)

Franski varnarmaðurinn Jean-Clair Todibo, 24, leikmaður Nice útilokar ekki að fara í úrvalsdeildina í sumar en Chelsea og Man Utd hafa sýnt honum áhuga. (Mirror)

Frenkie de Jong vill ekki fara frá Barcelona í sumar þrátt fyrir sögusagnir um að spænska félagið vilji selja þennan 26 ára gamla hollenska miðjumann sem er áfram orðaður við Man Utd. (Football Transfers)

Fjárhagsstaða Barcelona veldur því að félagið mun ekki reyna við Amadou Onana miðjumann Everton nema enska félagið lækki kröfurnar sínar en félagið vill fá 51 milljón punda fyrir leikmanninn. Man Utd, Arsenal og Chelsea hafa einnig áhuga á honum. (Sun)

Newcastle og Tottenham íhuga að bjóða í íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson, 25, leikmann Genoa í sumar. (Calciomercato)

Brighton er tilbúið að selja Kaoru Mitoma í sumar eftir að félagið keypti Ibrahim Osman, 19. Barcelona, Man City, Man Utd og Chelsea eru öll orðuð við þennan 26 ára gamla japanska sóknarmann. (Football Transfers)

Wolves mun líklega ekki kaupa neinn fyrr en eftir 1. júlí til þess að koma í veg fyrir að brjóta fjármálareglur ensku úrvalsdeildarinnar. (Football Insider)

Sevilla vill fá Jakub Kiwior, 23, frá Arsenal en AC Milan hefur einnig áhuga. (Fichajes)

Richard Masters, framkvæmdastjóri úrvalsdeildarinnar er undir pressu frá nokkrum félögum sem eru ósátt við leiðtogahæfileika hans á ýmsum sviðum. (Mail)

Brighton er eitt af mörgum félögum í úrvalsdeildinni sem fylgjast með gangi mála hjá Charles Herrmann, 18, vængmanni Dortmund. (Florian Plettenberg)

Huddersfield vill ráða Michael Duff sem stjóra liðsins ef hann er tilbúinn að flytja á svðið. Darren Moore sem var rekinn frá Huddersfield er orðaður við Port Vale. (Sun)


Athugasemdir
banner
banner