Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 11. mars 2020 13:30
Elvar Geir Magnússon
Draumur Partey rætist á Anfield í kvöld
Thomas Partey, miðjumaður Atletico Madrid, segir að draumur verði að veruleika þegar hann spilar gegn Liverpool á Anfield í kvöld.

Atletico leiðir í einvíginu eftir 1-0 sigur í höfuðborg Spánar fyrir þremur vikun síðan.

Evrópumeistarar Liverpool eru þó enn sigurstranglegri í einvíginu.

„Við erum vel undirbúnir. Það hefur verið draumur minn að spila gegn Liverpool á Anfield. Ég vona að ég muni eiga ógleymanlega stund," segir Partey.

„Liverpool er að gera góða hluti. Við þurfum að vera 100% einbeittir og vitum að þetta verður erfitt."
Athugasemdir
banner