Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. mars 2020 21:20
Aksentije Milisic
Guardiola hefur ekki áhyggjur af Sterling þrátt fyrir markaþurrð
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er bjartsýnn fyrir hönd Raheem Sterling og segir að hann muni fljótt byrja að skora aftur.

Sterling byrjaði tímabilið af miklum krafti en nú hefur honum ekki tekist að skora í síðustu tólf leikjum. Sterling hefur átt við meiðsli að stríða en hann tognaði aftan í læri sem hélt honum frá vellinum í um þrjár vikur.

„Hann er mjög jákvæður. Þegar hann klúðrar færi þá er það bara upp með hausinn og hann reynir aftur. Hann var meiddur í tvær til þrjár vikur og stundum þarftu smá tíma til að komast í gang," sagði Pep.

„Ég hef ekki miklar áhyggjur af svona hlutum. Alveg eins og með Ederson í síðasta leik. Svona mistök gerast. Við styðjum þá. Stundum talar maður við þá en stundum sleppum við því. Þeir eru þroskaðir og þeir vita hvað þeir þurfa að gera."

City átti að mæta Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þeim leik hefur verið frestað vegna þess að leikmenn Arsenal eru í sóttkví.
Athugasemdir
banner
banner