banner
   mið 11. mars 2020 01:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Arsenal í sóttkví
Leik Man City og Arsenal frestað
Frá Emirates-vellinum.
Frá Emirates-vellinum.
Mynd: Getty Images
Arsenal sendi frá sér tilkynningu eftir miðnætti þess efnis að nokkrir leikmanna og starfsmanna félagsins væru komnir í sóttkví.

Greint var frá því í gær að Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest og Olympiakos, hefði greint með kórónuveiruna. Eftir að þær fréttir bárust fór Arsenal í vinnu að finna út hvort að einhverjir hjá félaginu hafi mögulega getað smitast af Marinakis.

Í ljós kom að nokkrir leikmanna Arsenal hefðu hitt Marinakis eftir síðari leik Olympiakos og Arsenal í Evrópudeildinni á Emirates-vellinum undir lok síðasta mánaðar.

Líkurnar á því að leikmennirnir fái kórónuveiruna eru litlar, en leikmennirnir eru samt sem áður komnir í sóttkví. Því var ákveðið að fresta leiknum við Manchester City sem átti að fara fram í dag, miðvikudag.

Þrettán dagar eru liðnir frá leik Arsenal og Olympiakos, og má lesa þannig í tilkynninguna að Arsenal vonist til að leikur liðsins gegn Brighton á laugardag muni fara fram.

Fjórir starfsmenn Arsenal sem sátu nálægt Marinakis eru einnig komnir í sóttkví.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner