Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
banner
   lau 11. mars 2023 10:50
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Hringbraut 
Telur útilokað að Albert verði í hópnum - Erfitt að losa um hnútinn
Icelandair
watermark Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
watermark Guðjón Guðmundsson, Gaupi.
Guðjón Guðmundsson, Gaupi.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
watermark Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég tel útilokað að Albert verði í hópnum, hnúturinn er þannig bundinn að það gæti reynst erfitt að leysa hann," segir Hörður Snævar Jónsson íþróttastjóri Torgs í Íþróttavikunni á Hringbraut.

Ísland hefur leik í undankeppni EM í Bosníu þann 23. mars en landsliðshópurinn fyrir fyrstu tvo leikina verður afhjúpaður á miðvikudag.

Guðjón Guðmundsson, Gaupi, var gestur á Hringbraut og segir að Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari þurfi að hafa samband við Albert því liðið þurfi á honum að halda.

„Þarna þarf landsliðsþjálfari Íslands að brjóta odd á oflæti sínu og hafa frumkvæðið með því að hafa samband við leikmanninn sjálfur, hann getur ekki ætlast til þess að leikmaðurinn sjálfur hringi í hann og slíðri sverðin. Hann verður að leysa málið," segir Gaupi.

„Hann er maður að meiri ef hann gerir það, íslenska landsliðið er í þeirri stöðu í dag í fótbolta að það er möguleiki að fara í gegnum þennan riðil og komast á Evrópumeistaramótið. Til þess þarf að hafa alla okkar bestu menn, íslenska landsliðið hefur ekki efni á því að vera án Alberts í þessu verkefni. Mér finnst allt þetta mál í raun til háborinnar skammar, hvernig að því hefur verið staðið."

Finnst Arnar hafa verið hrokafullur í sinni nálgun
Albert, sem hefur verið heitur með liði Genoa í ítölsku B-deildinni, hefur ekki verið í íslenska landsliðshópnum frá því í júní á síðasta ári. Hann var ekki valinn í septemberverkefni landsliðsins þar sem Arnar var ósáttur við hugarfar hans.

„Mér finnst Arnar hafa verið í vörn gagnvart fjölmiðlum og stundum hrokafullur í svörum og allri sinni nálgun en hann hefur verið á uppleið með liðið. Hann sjálfur þarf að brjóta odd á oflæti sínu og taka upp símann og hringja í Albert Guðmundsson og segja 'Ég er tilbúinn að taka þig inn, viltu vera með?',“ segir Gaupi.

Rosalega heppin með riðil
Auk Bosníu eru Portúgal, Slóvakía, Liechtenstein og Lúxemborg í riðli Íslands. Tvö efstu liðin fara á EM og möguleikar Íslands eru svo sannarlega til staðar.

„Albert hefur alla þá hæfileika sem til þarf til að vera einn besti leikmaður liðsins. Ég held að þetta mál hafi hins vegar hjálpað Arnari að stíga niður fæti innan hópsins,“ segir Hörður Snævar í Íþróttavikunni.

„Ef Albert var ekki að leggja nægilega mikið á sig og hugarfarið var ekki gott þá eru ágætis skilaboð inn í hópinn hvernig Arnar tók á því. Ég er sammála Gaupa í því að ef þetta á að leysast þurfi Arnar að eiga frumkvæðið,"

„Arnar hefur fengið tíma til að skapa sitt verk og fyrsti leikurinn í Bosníu er ekki eðlilega mikilvægur leikur í þessum riðli. Við erum rosalega heppin með riðil, þetta var besti riðill sem við gátum lent í."
Landslið karla - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Portúgal 6 6 0 0 24 - 0 +24 18
2.    Slóvakía 6 4 1 1 8 - 2 +6 13
3.    Lúxemborg 6 3 1 2 7 - 16 -9 10
4.    Ísland 6 2 0 4 10 - 9 +1 6
5.    Bosnía-Hersegóvína 6 2 0 4 5 - 9 -4 6
6.    Liechtenstein 6 0 0 6 1 - 19 -18 0
Athugasemdir