Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. apríl 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafrún Rakel og Karitas spiluðu fyrsta A-landsleikinn
Icelandair
Hafrún í leik með Blikum síðasta sumar.
Hafrún í leik með Blikum síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði naumlega fyrir Ítalíu í vináttulandsleik sem fór fram á Ítalíu í gær.

Tveir leikmenn spiluðu sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland en það voru bakvörðurinn Hafrún Rakel Halldórsdóttir og miðjumaðurinn Karitas Tómasdóttir.

Hafrún kom inn á sem varamaður á 86. mínútu fyrir Elísu Viðarsdóttur og lék þar með sinn fyrsta A-landsleik. Karitas kom inn á í hálfleik fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.

Hafrún, sem er fædd árið 2002, er uppalin hjá Aftureldingu en hún gekk í raðir Breiðabliks fyrir síðasta tímabil. Hún spilaði stórt hlutverk í vörn Blika er liðið varð Íslandsmeistari og átti mjög gott tímabil.

Karitas, sem er fædd 1995, hefur spilað með Selfossi allan sinn meistaraflokksferil en er núna komin í Breiðablik.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi í gær að eitt af markmiðunum í þessu verkefni væri að gefa tækifæri.

„Eins og við sögðum í aðdraganda þessa verkefnis þá ætlum við að gefa leikmönnum tækifæri, við ætlum að skoða leikmenn og þróa leikmenn inn í okkar hugmyndir. Þetta eru leikmenn framtíðarinnar vonandi og við erum líka að horfa lengra fram í tímann," sagði Steini.

Einn annar nýliði er í hópnum en það er markvörðurinn Telma Ívarsdóttir. Það er spurning hvort hún spili sinn fyrsta landsleik á þriðjudaginn þegar Ísland og Ítalía mætast aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner