Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. apríl 2022 17:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Rúnar á því að allt of margir leikmenn á Íslandi séu á of háum launum
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Ég veit svo sem ekkert hvað Valur er að borga þessum strákum. Við ákváðum að reyna ekki. Ég hefði gjarnan viljað fá þá báða,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um þá Aron Jóhannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson í Þungavigtinni. Rúnar var þar til viðtals og kom inn á launatölur lekmanna og hann er á því að almennt séu of margir leikmenn á Íslandi að fá of mikið borgað fyrir að spila fótbolta.

Í þættinum var spurður hvort að hægt væri að keppa við Val um leikmenn.

„Við tölum bara við umboðsmenn og hina og þessa þegar við leitum að leikmönnum, og maður fréttir það mjög fljótt hvað það muni kosta að ná í þennan leikmann eða hinn. Þá segir maður stundum „heyrðu ókei, þá skulum við bara sleppa þessu“. Við þurfum aðeins að hugsa um rekstur félagsins líka," sagði Rúnar.

„Mér finnst persónulega stundum allt of margir leikmenn á Íslandi á allt of háum launum, miðað við framlag og vinnu. Við erum að æfa klukkan fimm á daginn, alla daga. Þessir strákar geta verið í annarri vinnu líka. Nú er ég ekki að dæma alla en félögin verða að stjórna því hvað þau eru að borga mönnum og hvað þau eru tilbúin að gera."

„Nú er ég búinn að þjálfa lengi í KR, á tveimur mismunandi tímabilum. Þegar leikmenn koma og það er verið að bjóða þeim samning þá er kíkt á það, farið einhvert annað og kíkt á hvað þar er í boði sem mér finns eðlilegt. En þegar menn eru búnir að koma 3-4 sinnum á milli og segjast geta fengið fimmtíu þúsund meira annars staðar þá segi ég bara stopp. „Takk fyrir, ef þú vilt koma í KR þá kemuru í KR. Ég vil fá þig á þessum forsendum." Ef þetta snýst um tíkalla hér og þar þá er leikmaðurinn ekki að koma af því hann vill koma í KR, þá er hann að koma af því hann vill meiri pening. Þá er hann ekki vinna fyrir mig."

„Við þjálfarar þurfum stundum að stíga á bremsuna en auðvitað teygir maður sig stundum í einhverja þegar þú veist hvað sá getur en þegar þetta er komið upp í himinháar tölur þá segir maður bara „slökum bara á strákar"."



Athugasemdir
banner
banner