Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fim 11. apríl 2024 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir fór til Serbíu en nær leiknum gegn Vestra
Farið varlega með Patrik
Patrik og Damir eftir leikinn gegn FH.
Patrik og Damir eftir leikinn gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic fór til Serbíu eftir að Breiðablik lagði FH í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Damir mun þó snúa aftur til Íslands í kvöld og verður klár í slaginn gegn Vestra á laugardag. Þetta staðfesti Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Damir fór í jarðarför ömmu sinnar en snýr til baka í kvöld. Hann missir af æfingunni í dag en æfir með okkur á morgun og er klár fyrir leikinn gegn Vestra."

Leikur Breiðabliks og Vestra fer fram á laugardag og hefst klukkan 14:00 á Kópavogsvelli.

Patrik Johannesen var ónotaður varamaður hjá Blikum gegn FH á mánudaginn. Hver er staðan á honum?

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Ég var alveg að íhuga að setja hann inn á. Hann er klár í að spila, en upptröppunin er þannig að hann má ekki spila meira en 5-7 mínútur. Það er viðmiðið í fyrsta leik eftir svona löng meiðsli," sagði Dóri. Patrik sleit krossband fyrir tæplega ári síðan.

„Þegar við gerðum síðustu skiptinguna var of langur tími eftir af leiknum. Við erum bara að passa vel upp á hann. Í draumaheimi hefðum við getað komið honum inn í nokkrar mínútur en það spilaðist ekki þannig. Við sjáum til á laugardaginn," sagði þjálfarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner