þri 11. júní 2019 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Efnilegasti leikmaður Tyrkja ekki með vegna meiðsla
Icelandair
Cengiz Ünder.
Cengiz Ünder.
Mynd: Getty Images
Cengiz Ünder, efnilegasti leikmaður Tyrklands, mun ekki spila gegn Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld.

Ünder er að glíma við meiðsli og er honum ekki treyst til þess að spila leikinn.

Hann skoraði seinna mark Tyrkja í 2-0 sigrinum gegn Heimsmeisturum Frakklands á laugardag.

Ünder er 21 árs gamall kantmaður sem leikur með Roma á Ítalíu. Hann hefur verið orðaður við stærri félög.

Það kemur hörkuleikmaður inn í lið Tyrkja í staðinn fyrir Ünder. Hakan Calhanoglu, leikmaður AC Milan, kemur inn í byrjunarliðið sem má sjá hérna.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner