Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 11. júní 2021 20:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Agla: Krafturinn í áhorfendum skilaði sér greinilega í þessu marki
Icelandair
Agla fagnaði með Gunnhild í dag
Agla fagnaði með Gunnhild í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir skoraði og lagði upp í 3-2 sigri á Írlandi í kvöld. Hún skoraði fyrsta mark leiksins með góðu skoti úr teignum og lagði upp seinna markið fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.

Lestu um leikinn: Ísland 3 - 2 Írland

Agla sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik.

Hún var spurð út í vindinn, það var mikill vindur á annað markið og Ísland leiddi 3-0 eftir að hafa leikið með vindi en tapaði seinni hálfleiknum 0-2 á móti vindi. Hafði hann mikil áhrif?

„Já, hann hafði mjög mikil áhrif, það var erfitt að senda boltann langan fram í seinni hálfleik. Ef maður sendi hann upp í vindinn þá bara tók vindurinn boltann. Eins í hornspyrnum var erfitt að losa boltann í burtu, það hafði mjög mikil áhrif," sagði Agla.

Kom þér á óvart að Írarnir hafi komið af krafti inn í seinni hálfleik og í öðrum takti miðað við fyrri hálfleikinn?

„Nei, alls ekki. Það er auðveldara að spila með vindinum. Þessi mörk sem við fáum á okkur, boltinn að leka inn, vindurinn hafði klárlega áhrif í þeim atriðum.“

Um tvö ár eru síðan síðast voru áhorfendur á leik á Laugardalsvelli.

Þið skorið annað markið eiginlega í miðju Víkingaklappi. Hafði það góð áhrif að fá loksins áhorfendur á völlinn aftur?

„Já, heldur betur. Krafturinn í áhorfendum skilaði sér greinilega í þessu marki," sagði Agla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner