Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
   þri 11. júní 2024 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikar kvenna: Leah Pais skoraði fjögur mörk í sigri Þróttar
Leah Maryann Pais
Leah Maryann Pais
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding 1 - 4 Þróttur R.
0-1 Leah Maryann Pais ('20 , víti)
0-2 Leah Maryann Pais ('50 )
0-3 Leah Maryann Pais ('58 )
0-4 Leah Maryann Pais ('60 )
1-4 Katrín S. Vilhjálmsdóttir ('62 )
Lestu um leikinn


Þróttur er síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í kvöld.

Leah Maryann Pais fór hamförum í liði Þróttar en hún skoraði öll fjögur mörk liðsins. Hennar fyrstu mörk fyrir liðið í sumar.

Það var aðeins eitt mark skorað í fyrri hálfleik en það skoraði Leah úr vítaspyrnu sem hún nældi sjálf í.

Hún bætti öðru markinu við snemma í síðari hálfleik og gerði svo út um leikinn með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla eftir um klukkutíma leik.

Katrín S. Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður í liði Aftureldingar og var búin að vera inn á í nokkrar sekúndur þegar hún klóraði í bakkann fyrir Mosfellinga en nær komust þær ekki.


Athugasemdir
banner