Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   fim 11. júlí 2019 22:33
Kristófer Jónsson
Gregg: Áttum ekki skilið að vinna
Gregg Ryder var fúll með sína menn í dag
Gregg Ryder var fúll með sína menn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gregg Ryder, þjálfari Þórs, var hundsvekktur með sína menn eftir 1-1 jafntefli við Magna á Grenivíkurvelli í kvöld. Jöfnunarmark Þórsara kom á 90.mínútu.

„Ég er gjörsamlega brjálaður. Það komu fullt af stuðingsmönnum okkar á leikinn í dag og við brugðumst þeim. Það er tap fyrir mér." sagði Gregg eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  1 Þór

Þórsarar voru mun meira með boltann en áttu gríðarlega erfitt með að finna glufur á varnarmúr Magnamanna.

„Ég vil hafa það alveg á hreinu að við áttum ekki skilið að vinna þennan leik. Þú vinnur fótboltaleiki með því að skora mörk og sýna karakter og hafa hugarfar sigurvegara og það vantaði uppá í dag. Það skiptir ekki máli hversu mikið við erum með boltann þegar að við vinnum ekki leikinn."

Leikmannaglugginn er opinn á Íslandi og hafa Þórsarar þegar fengið þá Aron Elí Sævarsson og Rick Ten Voorde. Gregg býst ekki við að bæta við fleiri leikmönnum í hópinn.

„Þessi hópur á að vera nógu góður til að berjast um að komast upp þannig að nei." sagði Gregg aðspurður um leikmannagluggann.

Nánar er rætt við Gregg í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner