Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. júlí 2020 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Lazio stimplar sig úr toppbaráttu - Sjö stigum á eftir Juventus
Francesco Caputo skoraði sigurmark Sassuolo gegn Lazio
Francesco Caputo skoraði sigurmark Sassuolo gegn Lazio
Mynd: Getty Images
Lazio 1 - 2 Sassuolo
1-0 Luis Alberto ('33 )
1-1 Giacomo Raspadori ('52 )
1-2 Francesco Caputo ('90 )

Lazio er nú sjö stigum á eftir toppliði Juventus eftir 2-1 tap liðsins gegn Sassuolo í Seríu A á Ítalíu í dag og á Juventus því möguleika á að ná tíu stiga forystu á toppnum.

Giacomo Raspadori hélt að hann hefði komið Sassuolo yfir á 8. mínútu er hann kom boltanum í netið en VAR dæmdi markið af vegna rangstöðu.

Á 33. mínútu kom Luis Alberto liði Lazio yfir eftir hraða sókn. Hann fékk boltann í miðjum teignum og skoraði örugglega. Manuel Lazzari var magnaður í leiknum og átti frábæran sprett upp hægri vænginn áður en hann kom boltanum á Alberto.

Leikmenn Sassuolo voru óánægðir með markið en liðið vildi fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins. Sassuolo mætti öflugt til leiks í síðari hálfleik og tókst Raspadori að jafna leikinn á 52. mínútu.

Í uppbótartíma síðari hálfleik fékk Sassuolo svo hornspyrnu sem Gian Marco Ferrari skallaði á Francesco Caputo sem skoraði örugglega.

Lokatölur 2-1 fyrir Sassuolo sem er með 46 stig í 8. sæti og í harðri baráttu um Evrópudeildarsæti á meðan Lazio er svo gott sem búið að stimpla sig úr toppbaráttunni en liðið er með 68 stig, sjö stigum minna en Juventus sem á leik inni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner