Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á því að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fim 11. júlí 2024 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Grétars: Gerir seinni leikinn miklu þægilegri og líka bara blóð á tennurnar
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vllaznia á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld þegar 1.umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar fór fram.

Valsmenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í kvöld en þrátt fyrir það voru þeir stálheppnir að jafna leikinn og fara með jafna stöðu til Albaníu í seinni leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

„Vonbrigði að hafa ekki unnið leikinn og komið okkur í gott forskot fyrir seinni leikinn en á sama tíma ánægður að hafa jafnað alveg í blálokinn." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld.

„Ef maður horfir á frammistöðuna svona heilt yfir þá er ég bara nokkuð ánægður með hana. Mér fannst svona smá kafli eftir að við komumst yfir í fyrri hálfleik að þá slökum við aðeins á í staðin fyrir að halda áfram að keyra á þá."

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og komumst í margar fínar stöður og svo fannst mér við bara ráða ferðinni gjörsamlega í seinni hálfleik og átti alveg von á því að þeir myndu svo hægja á leiknum og drepa hann og tefja. Svekkjandi að fá þetta annað mark á okkur."

Valur fengu þó nokkrar hornspyrnur í leiknum sem þeir náðu ekki að nýta en þeir nýttu þó síðasta horn leiksins vel og upp úr því kom jöfnunarmarkið sem var gríðarlega sætt. 

„Þú getur rétt ýmindað þér. Þetta gerir seinni leikinn miklu þægilegri og líka bara blóð á tennurnar að við erum með móment með okkur. Náðum að jafna og vitum það að við stjórnuðum leiknum og ég vill meina að við erum betra lið en þetta lið. Það verður erfitt að fara út, það verður mikill hiti og þeir verða með sína stuðningsmenn."

Stuðningsmenn Vllaznia var ekki skemmt að fá þetta jöfnunarmark á sig og voru til vandræða í leikslok.

„Þú sást nú kannski að það varð svolítill hiti hérna eftir leik og menn voru með allskonar látbragð og menn voru að ráðast á dómarann. Við getum alveg búist við einhverju slíku og ég vona að við fáum alvöru dómaratríó úti því það verður örugglega hasar þar en þetta er alveg galopinn leikur og við ætlum að gera allt til þess að koma okkur áfram."

Nánar er rætt við Arnar Grétarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner