Núna rétt í þessu kláraðist fyrsti fréttamannafundur Heimis Hallgrímssonar eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands í gær.
Írskir fréttamenn voru mættir til að spyrja nýja landsliðsþjálfarann spjörunum úr, en erfitt mál setti sinn lit á fyrsta fréttamannafundinn.
Írskir fréttamenn voru mættir til að spyrja nýja landsliðsþjálfarann spjörunum úr, en erfitt mál setti sinn lit á fyrsta fréttamannafundinn.
Málið snýr að heimildarmynd sem var sýnd í Írlandi síðastliðið sunnudagskvöld. Þar stigu fram fyrrum fótboltakonur frá Írlandi og lýstu þar kynferðislegri misnotkun sem þær urðu fyrir innan írska fótboltans á tíunda áratugnum.
David Courell, framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins, tjáði sig um málið fyrr í vikunni og sagði þá: „Okkur þykir leitt fyrir það sem þið þurftuð að þola, okkur þykir leitt að einhver hafi einhvern tíma fundið fyrir óöryggi."
Írska sambandið gaf svo út yfirlýsingu en í henni sagði meðal annars: „Sambandið er agndofa yfir því að konur í írskum fótbolta hafi upplifað alvarlega misnotkun og slæma meðferð. Sambandið tekur þessum ásökunum mjög alvarlega."
Courell og Marc Canham, yfirmaður fótboltamála hjá írska fótboltasambandinu, svöruðu spurningum um þetta mál á fundinum í dag og lögðu þar áherslu á að ásakanirnar væru teknar alvarlega. „Við hefðum viljað tilkynna um þessa ráðningu á öðrum tíma en út af mörgum mismunandi þáttum þá þurftum við að gera það í dag," sagði Courell og talaði um erfiða viku fyrir írskan fótbolta. Það væri enn í forgangi að styðja við bakið á konunum.
Athugasemdir