Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. ágúst 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Dæmdi víti á Ísak - „Ég er ekki viss hvort þetta hafi verið víti"
Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Mynd: Getty Images
Kristoffer Karlsson, dómari í sænsku úrvalsdeildinni, ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 sigur Helsingborg á Norrköping í gær en hann fór þar yfir dómgæsluna í leiknum.

Það þekkist í Svíþjóð að dómarar megi tjá sig um atvik í leikjunum sem þeir dæma en Karlsson dæmdi tvö víti í leiknum.

Hann segist handviss um að fyrra vítið sem Helsingborg fékk var réttur dómur en viðurkennir þó að seinna vítið þar sem Ísak Bergmann Jóhannesson átti að hafa handleikið knöttinn var sennilega ekki víti.

„Ég er minna viss eftir að hafa skoðað atvikið eftir á. Þetta erfið staða og ég tek ákvörðun þegar ég sé að handleggurinn er ekki við líkamann og í ónáttúrulegri stöðu. Í minni stöðu þá virkar eins og hann komi við handlegginn á honum en nú þegar ég sé atvikið þá virkar eins og hann hafi frekar að boltinn hafi farið á brjóstkassann og við öxl. Ég myndi segja að þetta er ekki víti eftir að hafa séð myndirnar eftir á," sagði Karlsson um vítaspyrnudóminn.

Það má sjá atvikið á 2:17 í spilaranum hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner