Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 11. ágúst 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Orri Þórhallsson (Fjölnir)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Torfi Tímóteus Gunnarsson.
Torfi Tímóteus Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson.
Jóhann Árni Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurjón Daði Harðarson.
Sigurjón Daði Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal Friðriksson.
Valgeir Lunddal Friðriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri er sóknarsinnaður leikmaður sem lék sína fyrstu leiki með meistaraflokki Fjölnis á síðustu leiktíð þegar liðið lék í næstefstu deild. Þá skoraði Orri fjögur mörk í fimmtán leikjum.

Í ár hefur Orri tekið þátt í átta leikjum í Pepsi Max-deildinni og skorað eitt mark. Orri hefur byrjað sex leiki og komið í tvígang inn á sem varamaður. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Orri Þórhallsson.

Gælunafn:

Aldur: 18 ára (2001).

Hjúskaparstaða: Í sambandi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki:Á undirbúningstímabilinu 2018.

Uppáhalds drykkur: Blár Powerade.

Uppáhalds matsölustaður: Gastro truck.

Hvernig bíl áttu: Toyotu yaris.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Er mikill Game of thrones maður.

Uppáhalds tónlistarmaður: Kanye West.

Fyndnasti Íslendingurinn: Gillzarinn.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðarber, oreo og tromp.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Borgó skrifstofa opnar 10 ágúst – Mamma.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Dettur ekkert lið í hug.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Líklegast Gísli Eyjólfs.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Helgi Sig, Hallur Hallsson og margir fleiri.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Hataði alltaf að spila á móti Kristal Mána en hann er hinsvegar frábær liðsfélagi.

Sætasti sigurinn: Það var mjög sætt að vinna Breiðablik 1-0 í úrslitaleik á Íslandsmótinu í 3.fl yngra, þegar við vorum the underdogs og Luigi skorar sigurmarkið með skoti frá miðju.

Mestu vonbrigðin: Löng og leiðinleg meiðsli á fyrsta ári í 2.fl.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Óttar Magnús Karlsson.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Jóhann Árni, gæinn hættir ekki að skora.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sigurpáll Melberg, ekkert eðlilega myndarlegur gæji.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sara Montoro.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Flestir á föstu í Fjölni en Lúkas Logi var rosalegur áður en hann fór á fast.

Uppáhalds staður á Íslandi: Alltaf gott að vera í Voginum.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þetta voru 2 atvik, skoraði 2 nákvæmlega eins skallamörk á móti Þrótti, sem var mjög gaman.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Slekk á símanum.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist voða lítið með öðrum íþróttum en finnst gaman að horfa á NFL til dæmis.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Er mikill tossi yfir höfuð en hef alltaf verið í basli með dönskuna.

Vandræðalegasta augnablik: úff…þegar ég skoraði sorglegt sjálfsmark í þriðja meistaraflokks leiknum mínum. (sjá neðst)

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Torfa Tímoteus, Valgeir Lunddal og Sigurjón Daða, það væri free comedy.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef verið á Espn fyrir geggjað sjálfsmark. (myndband neðst í fréttinni)

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Torfi Timoteus, endalaust hægt að melda við þann gæja.

Hverju laugstu síðast: Laug að mömmu að ég myndi brjóta saman þvottinn

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Held að ég myndi spyrja Jordan að einhverju snjöllu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner