Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. september 2018 15:00
Elvar Geir Magnússon
Koma Iniesta sprengdi upp vinsældir í Japan
Andrés Iniesta.
Andrés Iniesta.
Mynd: Getty Images
Japanska félagið Vissel Kobe hefur skyndilega skapað sér nafn í heimsfótboltanum. Liðið hefur siglt lygnan sjó um miðja J-deildina í nokkurn tíma en nú er verið að spýta í lófana.

Kobe er í eigu vefverslunarfyrirtækisins Rakuten en fyrirtækið auglýsir framan á treyjum spænska risaliðsins Barcelona. Milljarðamæringurinn Hiroshi Mikitani á fyrirtækið og vill koma Vissel Kobe í fremstu röð.

Kobe hefur aldrei unnið titil en yfirlýst markmið er að verða Japansmeistari 2019 og vinna meistaradeild Asíu ári síðar.

Hluti af því að stækka félagið var að fá sjálfan Andrés Iniesta frá Barcelona og áhrifin af því eru mun meiri en menn gerðu ráð fyrir. Minjagripir tengdir Vissel Kobe hafa selst upp og allar sölutölur félagsins hafa rokið upp.

J-deildin hefur verið í skugga kínversku deildarinnar í ár en í fyrra ákváðu Kínverjar að minnka fjármunina sem notaðir voru í fótboltann og japanska deildin hefur saxað vel á.

Lukas Podolski gekk einnig í raðir Kobe og þá fór spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres til Sagan Tosu sem einnig er í J-deildinni. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála í japönsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner