Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   sun 11. september 2022 11:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sverrir Mar spáir í 21. umferð Bestu deildarinnar
Sverrir að störfum
Sverrir að störfum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wöhlerinn heitur
Wöhlerinn heitur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór klár með fagnið?
Arnór klár með fagnið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
21. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Um er að ræða næstsíðustu umferðina fyrir tvískiptingu deildarinnar. Allir leikirnir hefjast klukkan 14:00. Eftir næstu umferð skiptist deildin í tvennt og eftir landsleikjafrí - í október - fer fram fimm leikja úrslitakeppni bæði í efri og neðri hluta.

Sverrir Mar Smárason, íþróttafréttamaður á Vísi, umsjónarmaður Ástríðunnar og reglulegur gestur í Innkastinu í sumar, spáir í leiki umferðarinnar. Óskar Smári Haraldsson spáði í leiki síðustu umferðar og var með tvo rétta.

Svona spáir Sverrir leikjunum:

FH 1 - 2 ÍA
Stórleikur umferðarinnar án efa. Skagaliðið og ÍA Ultras mæta í Krikann og stoppa endurreisnina. Baráttu leikur, lítið um gæði og þar mun Skagahjartað taka yfir. Wöhlerinn skorar en Úlfur Ágúst jafnar fyrir FH. Árni Salvar gerir sigurmarkið í lokin og sprettir að trylltum ÍA Ultras.

KR 2 - 0 Stjarnan
KR-ingar verið fínir uppá síðkastið inn á milli. Stjarnan hefur hinsvegar hrapað og tapað síðustu 4 í deild. Þeir verða því miður 5 hjá vinum mínum í Garðabæ. Ég spái því að þetta verði eins og innbyrðisleikur í æfingaferð á Spáni þar sem gamlir vinna unga. Ungir sækja mikið og looka betur en reynslan og klókindin hjá gömlum skín í gegn. Atli Sigurjóns og óvæntur Kjartan Henry með mörkin.

KA 2 - 2 Breiðablik
Alvöru leikur. Þarna verða gæði og mörk. Nökkvi er farinn og ég held að Ásgeir Sigurgeirs komi bara beint inn fyrir hann og skori fyrsta mark leiksins. Vinir mínir úr viðskiptafræðinni 2015, Viktor Örn og Gísli Eyjólfs skora næstu tvö en KA fær umdeilt víti í lokin sem Hallgrímur skorar úr. 2-2 jafntefli og Blikar verður brjálaðir út í dómarann í viðtölum eftir leikinn.

ÍBV 2 - 1 Fram*
Það er andi í Eyjum núna og Hemmi er búinn að vekja einn besta striker deildarinnar. Andri Rúnar og Arnar Breki skora mörk ÍBV. *Ég set stjörnu á þessi úrslit því að ef Jón Sveins ákveður að byrja loksins sinni bestu miðju þá fer þessi leikur 2-2. Gummi Magg sýnir lífsmark og skorar.

Keflavík 1 - 2 Víkingur R.
Sýnd veiði en ekki gefin fyrir meistarana. Keflavík á flottu runni og mun valda usla. Keflavík mun sakna Adams Ægis í leiknum og ganga illa að skora. Ná þó að koma inn einu en Dani Djuric gerir tvö og Víkingar halda áfram á sigurbraut.

Leiknir R. 0 - 1 Valur
Leiknismenn mættu með öðruvísi gameplan í Víkina í vikunni. Nú mæta þeir þéttir og klárir í baráttuna, þeir þurfa stigin. Valsmenn taka þó sigurinn og það er eitthvað sem segir mér að Arnór Smára skori sigurmarkið, fagni með því að taka vögguna. Veit ekki alveg hvað það er en það er einhver tilfinning sem ég hef.

Hér að neðan má hlusta á umræðu um síðustu umferð í Innkastinu og upphitun fyrir 21. umferðina í Útvarpsþættinum.
Innkastið - Níu eða tíu fingur og eitt stykki Beershot
Útvarpsþátturinn - Bestir í Lengju, fréttir vikunnar og stjóraskipti Chelsea
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner