Claude Makelele er að taka við gríska liðinu Asteras Tripolis. Hann flýgur til Grikklands í dag og verður kynntur sem nýr stjóri liðsins.
Makelele var á sínum tíma besti varnartengiliður heims og er lifandi goðsögn í leiknum en hann starfaði síðast í teyminu hjá Chelsea. Þar var hann í sambandi við lánsmenn félagsins og gaf þeim ráð hvernig þeir gætu bætt leik sinn.
Makelele var á sínum tíma besti varnartengiliður heims og er lifandi goðsögn í leiknum en hann starfaði síðast í teyminu hjá Chelsea. Þar var hann í sambandi við lánsmenn félagsins og gaf þeim ráð hvernig þeir gætu bætt leik sinn.
Hann hefur áður stýrt Bastia í Frakklandi og Eupen í Belgíu auk þess að hafa verið í þjálfarateymum Paris St-Germain og Swansea.
Paul Clement, fyrrum stjóri Swansea og Reading, mun fara með Makelele til Grikklands og verða aðstoðarmaður hans.
Tripolis hefur unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað einum leik í fyrstu þremur umferðum grísku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir