Ola Sand, læknir norska landsliðsins, segir í samtali við Verdens Gang að Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal verði frá í að minnsta kosti þrjár vikur vegna ökklameiðsla sem hann hlaut í sigri Noregs gegn Austurríki í Þjóðadeildinni.
„Það tekur oftast að minnsta kosti þrjár vikur að ná sér eftir svona ökklameiðsli. Það yrði algjör bónus ef hann yrði klár fyrr, og þetta gæti líka tekið lengri tíma," segir Sand.
„Við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr myndatöku og hvernig líkami hans bregst við."
Arsenal á útileik gegn Tottenham á sunnudag og hefur vegferð sína í Meistaradeildinni á útivelli gegn Atalanta á fimmtudag. Liðið mætir svo Manchester City 22. september.
Athugasemdir