Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
   fös 11. október 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum sóknarmaður Arsenal og Celtic í 15 mánaða fangelsi
Anthony Stokes.
Anthony Stokes.
Mynd: Getty Images
Anthony Stokes, fyrrum sóknarmaður Arsenal og Celtic, hefur verið dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar.

Stokes, sem er 36 ára, var stoppaður af lögreglunni í Dublin í Írlandi stuttu eftir miðnætti þann 6. janúar í fyrra. Þá hafði hann verið að keyra á um 160 kílómetra hraða á klukkustund.

Hann var með áfengi í blóðinu og var að keyra án trygginga. Þá fannst kókaín á honum að andvirði 600 þúsund íslenskra króna. Þá fundust ólögleg lyf á honum líka.

Stokes var dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar og þá má hann ekki keyra í fimm ár.

Lögmaður Stokes segir að hann sé að berjast við djöfla innra með sér en hann hefur verið háður áfengi og kókaíni frá því hann hætti að spila fótbolta árið 2020.

Stokes var á sínum tíma öflugur sóknarmaður sem er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Celtic eftir að hafa alist upp hjá Arsenal. Hann spilaði níu A-landsleiki fyrir Írland.
Athugasemdir
banner