Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 11. nóvember 2018 16:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sarri bætir met - Byrjar á 12 leikjum án taps
Mynd: Getty Images
Chelsea er enn taplaust í ensku úrvalsdeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Everton rétt áðan.

Chelsea hefur unnið átta leiki, gert fjögur jafntefli en ekki enn tapað í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea hefur ekki tapað síðan gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn í ágúst.

Með jafnteflinu í dag setti Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, met. Sarri tók við Chelsea fyrir tímabilið en enginn annar knattspyrnustjóri byrjað dvöl sína í ensku úrvalsdeildinni á því að fara í gegnum svona marga leiki án þess að tapa.

Hann bætti met Frank Clark (Nottingham Forest) frá árinu 1994.



Athugasemdir
banner
banner
banner