Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 11. nóvember 2019 12:11
Brynjar Ingi Erluson
Keane: Titilbaráttan er búin
Roy Keane
Roy Keane
Mynd: Getty Images
Roy Keane, sparkspekingur á Sky Sports, er nokkuð viss um að Liverpool eigi eftir að vinna ensku úrvalsdeildina í ár.

Liverpool vann Manchester City 3-1 í toppslag í gær og er liðið nú með átta stiga forystu á Leicester og Chelsea og með níu stiga forystu á City.

Liverpool hefur unnið ellefu leiki og gert eitt jafntefli en Keane ræddi leikinn á Sky Sports í gær.

„Liverpool er í frábæru formi. Ég er ekki maður sem veðjar á hluti en ég held að titilbaráttan sé búin," sagði Keane.

„Þetta á ekki að vera auðvelt. Ef þetta væri auðvelt þá myndu öll lið vinna deildartitla en það er ekki þannig. Þetta á að vera erfitt og taka á og það er ástæðan fyrir því að þegar maður vinnur titilinn þá er það geggjað," sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner