Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 11. nóvember 2019 21:30
Aksentije Milisic
Matuidi meiddur - Guendouzi kallaður inn í franska landsliðshópinn
Matteo Guendouzi, miðjumaður Arsenal, hefur verið kallaður inn í franska landsliðshópinn í stað Blaise Matuidi sem er meiddur. Frakkar mæta Moldóvu á fimmtudaginn og Albaníu á sunnudaginn í H riðli í undankeppni EM.

Blaise Matuidi meiddist í leik með Juventus gegn AC.Milan í gær og þurfti því að draga sig úr hópnum að þessu sinni.

Hinn hárprúði Guendouzi hefur verið einn af betri leikmönnum Arsenal á þessu tímabili og því er sætið í hópnum verðskuldað fyrir þennan tvítuga leikmann.

Frakkland hefur ekki enn gulltryggt sæti sitt á EM næsta sumar en sem stendur er liðið í baráttu við Tyrkland um efsta sæti riðilsins. Tyrkland mætir okkur Íslendingum á fimmtudaginn kemur.


Athugasemdir