Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. nóvember 2019 12:14
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Rúnar Alex hyggst ræða við þjálfarann um áramótin ef staðan breytist ekki
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson er ekki í markvarðateymi íslenska landsliðsins fyrir komandi leiki gegn Tyrklandi og Moldóvu en hann fékk höfuðhögg í samstuði á æfingu Dijon í Frakklandi.

Rúnar Alex hefur verið á varamannabekk Dijon eftir að hafa verið aðalmarkvörður á síðasta tímabili og í upphafi þessa tímabils.

„Ég er ekki í neinni óskastöðu akkúrat núna. Hingað kom nýr þjálfari, Stéphane Jobard, með nýjar áherslur. Hefur hann fengið marga menn til félagsins og notar þá menn sem keyptir voru," sagði Rúnar Alex í viðtali við Morgunblaðið á dögunum.

Senegalski landsliðsmarkvörðurinn Alfred Bomis var fenginn til Dijon og hefur varið mark liðsins en Rúnar Alex fær bikarleikina.

„Svona lagað getur gerst í boltanum og maður getur ekkert annað gert en að leggja sig fram á æfingum og spila eins og maður þegar tækifæri gefst, Ég kem til með að setjast niður með þjálfaranum og markmannsþjálfaranum í desember eða janúar. Ef staðan breytist ekki, og það væri einhver möguleiki að vera lánaður til annars liðs, þá finnst mér það áhugaverður kostur," sagði Rúnar Alex.


Athugasemdir
banner
banner