Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 11. nóvember 2020 14:37
Elvar Geir Magnússon
Joe Gomez á meiðslalistann - Frá í töluverðan tíma?
Óttast er að Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, verði frá í einhvern tíma en hann meiddist á landsliðsæfingu með Englandi.

Þetta eru vondar fréttir fyrir Jurgen Klopp og hans menn en talið er að Virgil van Dijk spili ekki meira á tímabilinu eftir að hafa meiðst illa á hné í síðasta mánuði.

Nú er óttast að Gomez gæti verið frá í töluverðan tíma samkvæmt frétt Mirror en beðið er eftir staðfestingu úr herbúðum enska landsliðsins.

Liverpool gæti þurft að setja traust sitt á Joel Matip næstu vikur en hann hefur sjálfur átt við meiðsli að stríða. Þá hefur miðjumaðurinn Fabinho verið notaður í afleysingar

Liverpool gæti þurft að bæta við sig varnarmanni í janúarglugganum.
Athugasemdir
banner