Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   þri 11. nóvember 2025 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Val hafa rætt við Ragga Sig
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur ræddi við fyrrum landsliðsmanninn Ragnar Sigurðsson í þjálfaraleit sinni áður en Hermann Hreiðarsson var ráðinn til starfa.

Þetta sagði vinur Ragnars, Albert Brynjar Ingason, í hlaðvarpinu Dr Football á dögunum.

Valur ræddi við nokkra þjálfara en Hermann var ráðinn. Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, stýrði Val á síðustu leiktíð en var látinn fara að tímabilinu loknu.

Ragnar var hluti af gullaldarliði Íslands sem fór á EM 2016 og HM 2018.

Eftir að skórnir fóru upp á hillu þá sneri hann sér að þjálfun. Ragnar var aðstoðarþjálfari Fram fyrri hluta tímabilsins 2023 en tók svo við liðinu þegar Jón Sveinsson var látinn fara. Hann var svo aðstoðarþjálfari HK í fyrra.

Í dag er hann þjálfari U17 liðs AGF í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner