Framtíð Andy Robertson hjá Liverpool hefur verið mikið í umræðunni en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Hann hefur verið orðaður við Celtic að undanförnu.
„Samband mitt við félagið hefur verið æðislegt. Félagið hefur gert allt fyrir mig og fjölskylduna. Ég hef ekki verið slakur fyrir þá miðað við það sem ég hef gert og kom frá Hull fyrir 8 milljónir punda," sagði Robertson.
„Hvað sem gerist mun gerast á bakvið tjöldin og ég er rólegur yfir þessu. Ef þetta er síðasta árið mitt þá verður þetta síðasta árið mitt. Ef ekki þá er það bara svoleiðis."
Robertson var orðaður við Atletico Madrid síðasta sumar eftir að Liverpool keypti Milos Kerkez frá Bournemouth fyrir 40 milljónir punda. Robertson hefur hins vegar verið í byrjunarliðinu í undanförnum leikjum.
„Ég er að reyna að njóta fótboltans núna. Ég er ánægður að vera kominn aftur út á völl. Það er mikilvægt og sjáum til hvað gerist. Ég er rólegur yfir stöðunni og félagið hefur verið frábært fyrir mig."
Athugasemdir




