Howard Webb, yfirmaður PGMOL (enska dómarasambandsins), hefur tjáð sig eftir að Liverpool sendi kvörtun til sambandsins vegna marksins sem var tekið af liðinu í 3-0 tapinu gegn Manchester City um helgina.
Van Dijk skoraði með skalla eftir hornspyrnu og hélt að hann hafi jafnað metin en markið var dæmt af þar sem Andy Robertson, sem var í rangstöðu, beygði sig undir boltann og var talin hafa áhrif á Gianluigi Donnarumma.
Van Dijk skoraði með skalla eftir hornspyrnu og hélt að hann hafi jafnað metin en markið var dæmt af þar sem Andy Robertson, sem var í rangstöðu, beygði sig undir boltann og var talin hafa áhrif á Gianluigi Donnarumma.
„Dómararnir verða að dæma, hafði þessi hreyfing áhrif á markvörðinn og getu hans til að verja boltann? Þar kemur huglægni inn í myndina. Þeir sáu þetta atvik og komust að þeirri niðurstöðu," sagði Webb.
„Ég veit að þetta er ekki skoðun allra en það er ekki óraunhæft að skilja hvers vegna þeir komast að þessari niðurstöðu þegar leikmaðurinn er svo nálægt markverðinum að boltinn kemur beint að honum og hann þarf að beygja sig."
„VAR dómararnir draga þá ályktun að það hafi áhrif á getu Donnarumma til að stökkva í átt að boltanum og verja hann. Aðeins Donnarumma veit í raun hvort þetta hafi haft áhrif á hann og við verðum að skoða staðreyndirnar.“
Slot bar þetta atvik saman við atvik þar sem John Stones skoraði dramatískt sigurmark fyrir Man City gegn Wolves á síðustu leiktið þar sem Bernardo Silva stóð fyrir framan Jose Sá, markvörð Wolves.
„Það er augljós munur á þessum atvikum þar sem boltinn fer beint yfiir höfuðið á Sá en ekki Silva. Hann er rangstæður en fer frá boltanum. Það er erfitt að horfa á þetta og halda því fram að Silva hafi einhver áhrif á Sá," sagði Webb.
VAR review/audio for Virgil van Dijk's disallowed goal vs. Man City
byu/whatisbaseball insoccer
Athugasemdir



