Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
banner
   þri 11. nóvember 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lýsa yfir „undrun og áhyggjum“ eftir að Yamal gekkst undir aðgerð
Mynd: EPA
Lamine Yamal, sóknarmaður Barcelona, var sendur heim úr landsliðsverkefni Spánar eftir að hafa gengist undir aðgerð, án vitundar sambandsins, á sama degi og landsliðið hóf æfingar fyrir komandi leiki í undankeppni HM.

Spænska fótboltasambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Læknisþjónusta spænska knattspyrnusambandsins vill lýsa yfir undrun sinni og áhyggjum eftir að hafa frétt, klukkan 13:47 mánudaginn 10. nóvember, daginn sem opinberar æfingabúðir landsliðsins hófust, að Lamine Yamal hefði gengist undir aðgerð fyrr sama morgun til að meðhöndla óþægindi á kynfærasvæði sínu," segir í yfirlýsingunni.

spænska sambandið vissi ekki af þessari aðgerð en Yamal þarf rúma viku til að jafna sig.

„Ég hef aldrei áður lent í svona aðstæðum. Mér finnst það ekki vera mjög eðlilegt. Við vissum ekkert, höfðum ekkert heyrt og fengum engar upplýsingar. Svo er okkur sagt frá heilsufarsvandamáli. Maður verður hreinlega sjokkeraður," sagði Luis de la Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, á blaðamannafundi.
Athugasemdir
banner