Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 11. desember 2019 22:40
Aksentije Milisic
Mourinho: Þetta var góður leikur fyrir mig
Hrósar Juan Foyth
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að hann hafi fengið góðar og mikilvægar upplýsingar um ákveðna leikmenn sína eftir tapið gegn Bayern Munchen fyrr í kvöld. Hann gaf nokkrum leikmönnum sénsinn sem hafa fengið fáar mínútur hingað til.

Bayern vann leikinn 3-1 með mörkum frá Kingsley Coman, Thomas Muller og Philippe Coutinho. Ryan Sessegnon skoraði mark gestanna. Bæði lið eru komin í 16-liða úrslitin.

„Þetta var góður leikur fyrir mig. Ég vil ekki tala um ályktanir því það er of sterkt orð fyrir mig en ég myndi segja mikilvægar upplýsingar. Ég get gefið þér jákvætt dæmi því það er auðveldara." sagði Mourinho.

„Í dag lærði ég mikið um Juan Foyth. Hann hafði ekki spilað eina mínútu síðan ég tók við fyrr en í kvöld og af þessum 90 mínútum lærði ég meir um hann en ég hef gert á síðustu tveimur til þremur vikum á æfingum. Engar ályktanir en góðar upplýsingar," hélt Mourinho áfram.

„Ég myndi helst vilja vinna eða þá gera jafntefli og tapa frekar 3-2 og sjá Son skora eitt mark í lokin heldur en að tapa leiknum 3-1. En við vissum að leikurinn yrði mikilvægur út af öðrum ástæðum. Við vildum ekki að úrslitin myndu skilja eftir skugga á okkur en ég sá jákvæða hluti um marga leikmenn mína".
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner