Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 11. desember 2019 21:15
Aksentije Milisic
Neville um VAR: Betra fyrir alla að dómari leiksins taki lokaákvörðun
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og sérfræðingur hjá Sky Sports, segir að það sé betri upplifun fyrir alla ef að dómari leiksins tekur sjálfur lokaákvörðun um atvik sem skoðuð eru af VAR.

Gary er staddur í Madríd á leik Atletico Madrid og Lokomotiv Moskvu í Meistaradeild Evrópu en þar var dæmd vítaspyrna fyrir Atletico eftir að dómari leiksins fór að VAR skjánum og skoðaði atvikið sjálfur.

Gary segir að það sé bæði betri upplifun fyrir áhorfendur sem eru á vellinum og að það sé hreinlega rétt að dómarinn sem er að dæma leikinn fái að taka lokaákvörðun um hver dómurinn skildi vera en ekki dómararnir í VAR herberginu.

Dómara í ensku deildinni fara ekki að skjánum eins og margir hafa tekið eftir en í gær fór Anthony Taylor að skjánum í leik Lyon og Leipzig og gekk það snöggt og vel fyrir sig. Spurning hvort að enska úrvalsdeildin fari ekki að breyta þessu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner