Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 11. desember 2019 23:10
Aksentije Milisic
Sögulegt mark hjá Modric - Flest mörk skoruð í sögu riðlakeppninnar
Króatinn fagnar marki.
Króatinn fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Meistaradeild Evrópu hefur heldur betur verið fjörug það sem af er vetri. Riðlakeppninni lauk í kvöld þar sem það datt met í mörkum skoruðum á einu tímabili í riðlakeppni deildarinnar.

Club Brugge og Real Madrid mættust í kvöld þar sem gestirnir frá Madríd höfðu betur 1-3 í skemmtilegum leik. Heimamenn sýndu góða takta en á endanum varð Real aðeins of stór biti.

Luka Modric gulltryggði Real sigurinn á lokamínútu leiksins en hann skoraði þá með góðu skoti eftir sendingu frá Casemiro. Það sem var áhugavert við þetta mark hjá Modric er það að þetta var mark númer 307 sem skorað er í riðlakeppninni á þessu tímabili sem er nýtt met.

Vonum að þessi markaveisla haldi áfram þegar 16-liða úrslitin hefjast á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner