Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   sun 11. desember 2022 12:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Henry missir annað met
Thierry Henry fyrrum landsliðsmaður Frakklands var markahæstur og með flestar stoðsendingar í sögu landsliðsins áður en HM í Katar hófst.

Hann hefur nú misst toppsætið í báðum flokkum en Oliver Giroud fór upp fyrir hann þegar hann skoraði gegn Póllandi í 16-liða úrslitum. Giroud hefur nú skorað 53 mörk á móti 51 marki hjá Henry.

Henry og Zinedine Zidane deildu efsta sætinu yfir flestar stoðsendingar með 26 talsins. Antoine Griezmann var með 25 áður en mótið hófst.

Hann var með eina stoðsendingu fyrir leikinn gegn Englandi í gær en hann lagði upp bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins.


Athugasemdir
banner