Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   sun 11. desember 2022 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Weghorst um Messi: Hann var dónalegur við mig
Wout Weghorst, sóknarmaður hollenska landsliðsins, segir að Lionel Messi, einn besti fótboltamaður allra tíma, hafi verið dónalegur við sig eftir leik Argentínu og Hollands í átta-liða úrslitum á HM.

Argentína hafði betur gegn Hollandi í vítaspyrnukeppni en það var mikill hiti í þessum leik.

Messi var æstur eftir leik og beindi þar reiði sinni að Weghorst en hann var ekki ánægður með það hvernig hávaxni sóknarmaðurinn hafði komið fram í leiknum.

Weghorst ræddi við fjölmiðla eftir leikinn og útskýrði þar sína hlið á málinu.

„Ég ætlaði að taka í höndina á honum en hann tók ekki vel í það og var dónalegur við mig. Ég skildi ekki það sem hann var að segja því hann var að tala spænsku. Þetta eru mikil vonbrigði," sagði Weghorst.
Athugasemdir
banner