Florian Plettenberg, blaðamaður Sky í Þýskalandi, fjallar um það í dag að einungis örfáir leikmenn Manchester United séu öruggir um að verða ekki seldir i janúar.
Hann nefnir að Amad Diallo, Kobbie Mainoo, Noussair Mazraoui, Matthijs de Ligt, Leny Yoro og Andre Onana séu alls ekki til sölu en segir svo að aðrir 2-3 aðrir ónefndir lykilmenn séu einnig öruggir með sína stöðu.
Hann nefnir að Amad Diallo, Kobbie Mainoo, Noussair Mazraoui, Matthijs de Ligt, Leny Yoro og Andre Onana séu alls ekki til sölu en segir svo að aðrir 2-3 aðrir ónefndir lykilmenn séu einnig öruggir með sína stöðu.
Aðrir leikmenn í leikmannahópnum gætu verið seldir ef ásættanleg tilboð berast annað hvort í janúarglugganum eða næsta sumar. Marcus Rashford er talinn vera þar á meðal og slúðrað hefur verið um að Lisandro Martínez sé einnig til sölu.
Rúben Amorim, nýr stjóri United, fær því tækifæri til að setja sitt handbragð á hópinn. United er ekki sagt hafa mikið svigrúm til að kaupa leikmenn í janúar en með því að losa einhverja úr hópnum gæti opnast gluggi fyrir portúgalska stjórann til að sækja leikmann sem hann telur vanta í hópinn.
???????? Internally, Manchester United agree that over half of the players in the squad are serious candidates for sale in the winter or summer if good offers come in. Ruben #Amorim is to be given the opportunity to make a rebuild, which will require urgent sales.
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) December 11, 2024
Currently, players… pic.twitter.com/KSM46Yw6Yb
Athugasemdir