Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 12. janúar 2021 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Jón Daði kom inn á er Millwall náði í fín úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu þegar Millwall gerði jafntefli við Bournemouth á útivelli í Championship-deildinni á Englandi.

Dominic Solanke, fyrrum leikmaður Chelsea og Liverpool, kom heimamönnum í Bournemouth yfir undir lok fyrri hálfleiks - á versta tíma fyrir Millwall.

Millwall gerði þrefalda breytingu á 78. mínútu og var Jón Daði á meðal þeirra sem komu inn á. Matt Smith kom líka inn á og hann jafnaði metin á 79. mínútu, nánast um leið og hann var kominn inn á völlinn.

Það mark dugði fyrir Millwall til að landa stiginu á erfiðum útivelli. Bournemouth er í þriðja sæti deildarinnar og Millwall er í 16. sæti.

QPR vann góðan 2-0 sigur á Luton fyrr í kvöld. QPR er í 18. sæti og Luton í 14. sæti.

Bournemouth 1 - 1 Millwall
1-0 Dominic Solanke ('45 )
1-1 Matt Smith ('79 )

Luton 0 - 2 QPR
0-1 Charlie Austin ('39 )
0-2 Macauley Bonne ('89 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner