Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 12. febrúar 2020 15:59
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður Salah: Ekki verið tekin nein ákvörðun um Ólympíuleikana
Mohamed Salah á landsliðsæfingu með Egyptalandi.
Mohamed Salah á landsliðsæfingu með Egyptalandi.
Mynd: Getty Images
Salah er mikilvægur fyrir Liverpool.
Salah er mikilvægur fyrir Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ramy Abbas Issa, umboðsmaður Mohamed Salah, henti sér á Twitter til að gefa það út að engin ákvörðun hafi verið tekin varðandi mögulega þátttöku leikmannsins á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar.


Egyptaland verður með á Ólympíuleikunum en þar spila leikmenn undir 23 ára aldri en heimilt er að nota þrjá eldri leikmenn.

Fótboltakeppnin á Ólympíuleikunum stendur yfir frá 22. júlí til 8. ágúst og úrslitaleikurinn verður sama dag og keppni í ensku úrvalsdeildinni á að hefjast á næsta tímabili.

Ef Salah tekur þátt í Ólympíuleikunum þá myndi hann missa af undirbúningstímabili Liverpool, líklega leiknum um Samfélagsskjöldinn og mögulega af fyrstu umferð ensku úrvaldeildarinnar.

Hinn 27 ára Salah er mikilvægur leikmaður hjá Liverpool sem er með 22 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner