Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 12. febrúar 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útsendarar Liverpool horfðu á Brozovic gegn AC Milan
Samkvæmt króatíska miðlnum Sportske Jutarnji sendi Liverpool útsendara á leik Inter Milan og AC Milan á sunnudag.

Liverpool er sagt verulega spennt fyrir því að virkja riftunarákvæði í samningi leikmanns Inter.

Miðjumaðurinn Marcelo Brozovic er sagður vera sá leikmaður sem útsendarar Liverpool fylgdust með á sunnudaginn og er riftunarákvæði hans 60 milljónir evra.

Brozovic er frá Króatíu og skoraði eitt mark í 4-2 endurkomusigri Inter á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner