Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
banner
   sun 12. febrúar 2023 22:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Grétars: Þegar ég kom var talað um að gera breytingar
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúkas Logi fagnaði með Kristni.
Lúkas Logi fagnaði með Kristni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er nú bara fyrsti leikur í Lengjubikarnum, en alltaf gott að vinna, gott að halda hreinu. Heilt yfir, fótboltaleg frammistaða, ég held að liðið eigi mikið inni. Það sem jákvætt var að allir voru að berjast frá upphafi til enda. Við gáfum ekki mikið af færum á okkur, við fengum nokkur góð upphlaup og hefðum getað gert fleiri mörk. Þetta er byrjunin, margt jákvætt og ég held að við eigum töluvert inni," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, eftir 2-0 sigur gegn KR í Lengjubikarnum.

Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði fyrra markið eftir hraða sókn þar sem Adam Ægir Pálsson átti stoðsendinguna. Þeir komu báðir til Vals í vetur.

„Báðir eru þeir flottir fótboltamenn og geta gert helling. Lykilatriðið í fótbolta er liðsheild. Þegar menn sem eru góðir í fótbolta nenna að hlaupa og vinna vinnuna sem þarf að vinna þá verða menn alvöru fótboltamenn. Í dag voru allir að vinna vinnuna sína og það er kannski það sem skóp þennan sigur."

Að undanförnu hafa þrír unglingalandsliðsmenn gengið í raðir Vals. Lúkas Logi Heimisson kom frá Fjölni, Hlynur Freyr Karlsson kom frá Bologna og Óliver Steinar Guðmundsson kom frá Atalanta. Verða þeir í stóru hlutverki í sumar?

„Það er alfarið undir þeim sjálfum komið. Þetta eru allt flottir strákar, þetta fer eftir því hvernig þeir nýta tækifærin sín. Vonandi verða þeir í stóru hlutverki en það er alfarið undir þeim komið."

„Já, það var alveg talað um það þegar ég kom hér inn að við ætluðum að gera breytingar, reyna draga til okkar unga og efnilega stráka í bland við góða reynslumeiri leikmenn,"
sagði Arnar.

Hann segir að Valur muni reyna að fá sér einn í viðbót ef Kristófer Jónsson snýr ekki til baka frá Venezia. Hann var spurður nánar út í Kristófer í viðtalinu.

Þar kemur líka fram að þeir Orri Sigurður Ómarsson, Aron Jóhannsson, Birkir Heimisson, Patrick Pederen og Tryggvi Hrafn Haraldsson hafi allir verið fjarri góðu gamni. Birkir var í fríi, Aron var veikur og hinir glíma við meiðsli. Nánar var rætt við Arnar um Patrick og hans meiðsli. Hverjir geta spilað fremstir og verður Sigurður Egill Lárusson í vinstri bakverði? Meira um það í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner