Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   sun 12. febrúar 2023 19:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klár þegar kallið kemur - „Set liðið mörgum mílum á undan sjálfum mér"
Ekki verið í stóru hlutverki á tímabilinu.
Ekki verið í stóru hlutverki á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
„Að vinna leikinn er það mikilvægasta, ég er fyrirliði liðsins og ég set liðið mörgum mílum á undan sjálfum mér. Hvort sem ég er að spila eða ekki þá vil ég að liðið vinni og gangi vel. Þetta hefur verið gott tímabil til þessa, getum enn bætt mikið en það er gott að koma hingað, halda hreinu og ná sigrinum. Þetta er gott fyrir stuðningsmennina líka," sagði fyrirliðinn Harry Maguire eftir sigur Manchester United gegn Leeds í dag, 0-2 lokatölur.

Maguire var frekar óvænt í byrjunarliði Man Utd í dag en hann hefur verið 4. - 5. kostur í hjarta varnarinnar að undanförnu. Stjórinn Erik ten Hag hefur valið þá Raphael Varane, Lisandro Martínez og Luke Shaw á undan Maguire.

„Við vitum að koma á Elland Road er erfitt, þeir áttu kafla snemma í hálfleikjunum. Við þurftum að grafa okkur áfram í seinni hálfleik en við vorum einbeittir og vissum að gæði okkar myndu koma í ljós. Við vissum að við þyrftum að berjast fyrir hverjum bolta og koma í veg fyrir að Leeds myndi skora."

„Kredit á strákana og andann. Við vitum hversu mikilvægur sigurinn er fyrir stuðningsmennina sem fengu ekki að fagna í miðri viku. Við vorum vonsviknir og vissum að dagurinn í dag myndi snúast um hefnd og við náðum henni,"
sagði Maguire. Hann tjáði sig svo meira um sína stöðu.

„Þetta snýst ekki um mig, þetta snýst um að félaginu gangi vel. Auðvitað vil ég vera hluti af velgengninni, að spila og byrja leiki. Ég fæ ennþá mínar mínútur. Allir leikmenn vilja byrja leiki. Það er leiðinlegt þegar þú gerir það ekki en þú gerir allt sem þú getur gert, æfir vel og ert tilbúinn þegar tækifærið kemur."

„Við erum með fjóra landsliðsmenn í miðverði og tveir verða alltaf fúlir. Þannig er þetta en ég mun halda áfram að berjast og verð klár þegar kallið kemur."

Athugasemdir
banner
banner
banner