Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. febrúar 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Einn heitasti bitinn á markaðnum
Mynd: Getty Images
Lloyd Kelly, varnarmaður Bournemouth á Englandi, verður einn heitasti biti markaðsins í sumar er samningur hans við félagið rennur út.

Kelly er 25 ára gamall varnarmaður sem getur leyst allar stöðurnar í vörninni.

Hann er uppalinn í Bristol City en hefur síðustu ár verið að gera vel með Bournemouth.

Í janúar höfðu Liverpool og Tottenham áhuga á að fá Kelly frá Bournemouth en enska félagið var ekki tilbúið að hlusta á tilboð í hann á miðju tímabili.

Samningur hans við Bournemouth rennur út í sumar og er talið ólíklegt að hann endursemji.

Newcastle United er nú komið í baráttuna um Kelly en AC Milan, Mónakó og Stuttgart eru öll sögð hafa gert honum samningstilboð.

Kelly á að baki 19 leiki fyrir yngri landslið Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner