banner
   fim 12. mars 2020 09:55
Elvar Geir Magnússon
OZ búið að fá grænt frá ljós frá FIFA - Íslensk útgáfa af VAR tilbúin
VAR að nálgast íslenska boltann.
VAR að nálgast íslenska boltann.
Mynd: Getty Images
Íslenska fyrirtækið OZ hefur fengið grænt ljós frá FIFA og er því VAR myndbandsdómarakerfi fyrirtækisins orðið löglegt til notkunar.

Umrætt kerfi er miklu ódýrara en það sem áður hefur þekkst og með þessu gefst möguleiki á því að taka upp VAR í íslenska boltanum.

ilhjálmur Alvar Þórarinsson, einn besti dómari landsins, vinnur hjá OZ og hefur unnið að gerð nýja kerfisins.

„Við teljum okkur vera með lausn sem er aðgengileg fyrir flest knattspyrnusambönd, stór sem smá. Við erum að þróa þetta þannig að það þarf ekki jafn mikinn tilkostnað við að koma þessu á laggirnar," segir Vilhjálmur við Fréttablaðið í síðasta mánuði.

„Það er í raun hægt að hafa VAR-miðstöðina hvar sem er."
Athugasemdir
banner
banner