Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. mars 2020 12:30
Miðjan
Tómas Ingi skrifaði til Eyjólfs og óskaði eftir að starfa með honum
Tómas Ingi og Eyjólfur.
Tómas Ingi og Eyjólfur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Ingi Tómasson er gestur Miðjunnar á Fótbolta.net í þessari viku en hann var í áraraðir aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðs Íslands.

Eyjólfur Sverrisson þjálfaði liðið en Tómas Ingi sóttist eftir því að fá að starfa með honum.

Undir þeirra stjórn fór U21 lið Íslands meðal annars í fyrsta skipti í lokakeppni EM árið 2011.

„Þegar hann tekur við liðinu þá skrifaði ég honum og sagðist hafa áhuga á að starfa með honum," sagði Tómas Ingi í Miðjunni.

„Við þekktumst ekkert að ráði þá. Mér fannst ótrúlega flottur atvinnumaður og ótrúlega sterkur í hausnum. Mér langaði að fá leiðbeiningar í þjálfun og vinna með einhverjum sem ég hafði mikla trú á."

„Við eigum mjög góðan sameiginlega vin, Sigga geit, sem kom okkur saman. Það ævintýri var alveg ótrúlega skemmtilegt. Kannski var það mest gefandi sem maður fær í hendurnar, að vinna með öllum bestu ungu leikmönnum Íslands."


Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miðjan - Tómas Ingi Tómasson fer yfir ferilinn
Athugasemdir
banner
banner
banner