Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 12. apríl 2024 08:55
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
Powerade
Ivan Toney fer væntanlega frá Brentford. En hvert?
Ivan Toney fer væntanlega frá Brentford. En hvert?
Mynd: Getty Images
Patino er á förum frá Arsenal.
Patino er á förum frá Arsenal.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan föstudag. Allt morandi í áhugaverðum fótboltaleikjum um helgina en fyrst er það slúðrið. Musiala, Toney, Varane, Amorim, Gallagher, Patino og fleiri.

Manchester City leiðir kapphlaupið um þýska sóknarleikmanninn Jamal Musiala (21) hjá Bayern München. Liverpoo, Barcelona og Paris St-Germain hafa einnig áhuga. (Independent)

Brentford býst við því að enski sóknarmaðurinn Ivan Toney (28) yfirgefi félagið í sumar en félagið fer fram á 50 milljónir punda. Manchester United er meðal enskra úrvalsdeildarfélaga sem hafa áhuga. (HITC)

Góð frammistaða Kai Havertz (24) með Arsenal undanfarnar vikur hefur fengið félagið til að endurskoða áætlanir sínar fyrir sumargluggann. Kaup á Toney eru nú ólíkleg. (Mirror)

Sir Jim Ratcliffe og Amanda Staveley, sem er ein af eigendum Newcastle, funduðu augliti til auglitis þar sem Manchester United reynir að ná samkomulagi um að fá íþróttastjórann Dan Ashworth til starfa. (Times)

Franski varnarmaðurinn Raphael Varane (30) fær ekki nýtt samningstilboð frá Manchester United og mun væntanlega yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í júní. (Chris Wheeler)

Enski miðjumaðurinn Charlie Patino (20) hjá Arsenal verður líklega seldur til erlends félags í sumar. (Evening Standard)

Liverpool hefur gert munnlegt samkomulag við Rúben Amorim, stjóra Sporting Lissabon. (Football Insider)

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, hefur gert nýjan miðvörð að forgangsmáli sínu í sumarglugganum og Piero Hincapie (22) ára ekvadorskur landsliðsmaður hjá Bayer Leverkusen, er á lista hans. (Bild)

Tottenham hefur einnig áhuga á að fá Mohamed Amoura (23) alsírskan framherja Union Saint-Gilloise frá Alsír í sumar en mætir samkeppni frá West Ham og Wolves. (GiveMeSport)

Manchester City ætlar að vinna Liverpool og Arsenal í baráttu um brasilíska miðjumanninn Gustavo Nunes (18) hjá Gremio. (Sun)

Napoli mun ekki nýta sér ákvæði um að breyta láni Leander Dendoncker (28), belgíska miðjumannsins frá Aston Villa, í varanlegan samning. (Calciomercato)

Chelsea gæti reynt að fá ellefu leikmenn til liðs við sig í sumar en enski miðjumaðurinn Conor Gallagher (24) er meðal þeirra sem munu líklega fara. (Sun)

Barcelona er að undirbúa að bjóða spænska miðjumanninum Pedri (21), sem hefur hafnað áhuga frá Paris St-Germain, framlengingu á samningi. (Fabrizio Romano)

Viktor Gyökeres (25), framherji Sporting Lissabon og Svíþjóðar, er efstur á blaði hjá Arsenal en samningur leikmannsins inniheldur 85,4 milljóna punda riftunarákvæði. (Football Transfers)

Manchester United og Newcastle hafa rætt við Adrien Rabiot (29), miðjumann Juventus og franska landsliðsins, sem gæti verið fáanlegur á frjálsri sölu í sumar. (Calciomercato)

Forráðamenn Newcastle hafa dælt 37 milljónum punda inn í félagið í formi nýs hlutafjárútboðs, þó ekki sé ljóst hvort peningarnir muni hafa áhrif á félagaskiptagluggann í sumar. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner