Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   fös 12. apríl 2024 08:35
Elvar Geir Magnússon
Skotar missa sjálfkrafa sæti í Meistaradeildinni til Tékka
Doosan Arena, heimavöllur Viktoria Plzen.
Doosan Arena, heimavöllur Viktoria Plzen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá og með næsta tímabili munu Skotlandsmeistararnir ekki komast sjálfkrafa inn í lokakeppni Meistaradieldarinnar heldur þurfa þeir að fara í undankeppni.

Tékkland hefur komist uppfyrir Skotland á styrkleikalista félagsliða hjá UEFA eftir markalaust jafntefli Viktoria Plzen gegn Fiorentina í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær.

Tékkland er komið upp í tíunda og Skotland fær ekki lengur sjálfkrafa sæti í Meistaradeildinni.

Seinni leikur Fiorentina og Viktoria Plzen fer fram í Flórens næsta fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner