Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 12. apríl 2024 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svekktur með frammistöðu Rashford: Lítur ekki út fyrir að vera glaður
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, Wayne Rooney, er svekktur með spilamennsku Marcus Rashford á tímabilinu. Rooney segir að Rashford líti ekki út fyrir að vera glaður þegar hann hefur verið á vellinum í vetur.

Rashford skoraði 30 mörk á síðasta tímabili en hefur einungis skorað átta mörk á þessu tímabili.

Rooney sagði eftirfarandi við Premier League Productions: „Hann hefur átt mjög erfitt tímabil. Við vitum öll að hann er með gæðin og allt sem til þarf til að vera heimsklassa leikmaður"

„Það er það sem er svo svekkjandi. Á síðasta tímabili þá náði hann að skora mörg mörk. En á þessu tímabili þá hefur hann ekki náð sér almennilega í gang."

„Hann lítur ekki út fyrir að vera glaður þegar hann er að spila"

„Þú veltir fyrir þér hvort það besta í stöðunni fyrir hann sé að yfirgefa félagið og fá nýtt upphaf? En hann er Manchester strákur."

„Ég myndi elska að sjá feril hans fara aftur á rétta braut hjá félaginu, að hann nái að skora mörk og hjálpa félaginu að vinna bikara. En hann hefur klárlega átt erfitt tímabil,"
sagði Rooney.
Athugasemdir
banner
banner
banner