Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 17:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ferdinand segir Rashford hafa tvo kosti í stöðunni
Þetta er mikilvægur tímapunktur á hans ferli, hann er ekki lengur krakki
Þetta er mikilvægur tímapunktur á hans ferli, hann er ekki lengur krakki
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Er þetta fólk að bjóða upp á að hann geti komið með afsakanir? Eða er það að segja honum að líta í spegil og taka ábyrgð á sjálfum sér?
Er þetta fólk að bjóða upp á að hann geti komið með afsakanir? Eða er það að segja honum að líta í spegil og taka ábyrgð á sjálfum sér?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáði sig um Marcus Rashford, leikmann Manchester United, í hlaðvarpsþættinum Stick to Football.

Rashford hefur ekki náð sömu hæðum á þessu tímabili og hann gerði á því síðasta; mörkin eru einungis átta í 36 leikjum.

Rashford er 26 ára og var nafn hans mikið á milli tannanna á fólki í tengslum við djammferð hans til Belfast í janúar.

Ferdinand segir að hann þurfi að horfa í kringum sig og skoða alvarlega hvort hann þurfi að fara annað til að koma ferlinum af stað á nýjan leik.

„Þetta er mikilvægur tímapunktur á hans ferli, hann er ekki lengur krakki," sagði Ferdinand.

„Það er stór ákvörðun fyrir hann að taka. Hann verður að horfa á hverjir eru í kringum hann, hvaða fólk er að hafa áhrif á hann? Er þetta rétta fólkið?"

„Er þetta fólk að bjóða upp á að hann geti komið með afsakanir? Eða er það að segja honum að líta í spegil og taka ábyrgð á sjálfum sér?"

„Hann verður að skoða það og svo taka stóra ákvörðun."

„Þegar ég fór frá West Ham til Leeds þá hefði ég getað farið til Chelsea. Það var sennilega félag sem ég hefði frekar kosið að fara til á þeim tímapunkti. En ástæðan fyrir því að ég fór til Leeds var að félagið var ekki í London og ég þurfti að fara frá fólkinu sem var í kringum mig."

„Hann gæti þurft að gera það, gæti þurft að fara frá Manchester eða verið þar áfram en losað sig við fólkið í kringum sig,"
sagði Ferdinand.

Rashford hefur verið orðaður við PSG og möguleiki að franska félagið vilji fá hann í sínar raðir í sumar.
Athugasemdir
banner
banner